já ég er komin 18. vikur og er farin að pæla meira og meira í slitum. auðvitað er planið að pirra mig ekki of mikið á slitunum og hugsa frekar um þau sem litla fórn þar sem ég fæ nú lítil kríli í staðinn :)

það er alltaf verið að segja við mann að bera á sig krem og hvaða krem séu betri en önnur og blablabla. sjálf hef ég verið að bera á mig body butter frá body shop, það er vel feitt og fer vel inn í húðina og mér finnst það alveg gera sitt. svo fer ég stundum í heitt bað með ólífuolíu, heyrðu að það væri rosa gott og það er allavega mjög þægilegt :)

svo er maður alltaf að heyra að læknar og ljósmæður segi að slit séu mjög hormónatengd og fara mjög mikið eftir húðgerð hverrar konu og því er ekki hægt að segja með vissu að krem virki.
ég persónulega vil vera sammála þessu, og því til sönnunar þá fékk ég mjög dökk slit sitt hvoru megin á mjaðmirnar á aðeins 4-6 viku, ekki var húðin mikið að teygjast þá og því hlýtur það að hafa verið útaf hormónum.

mig langar til að heyra ykkar skoðanir og kannski reynslusögur af þessu. hvað finnst ykkur?
muhahahahaaaa