Sæl.

Málið er núna að við fyrrverandi vorum saman í nokkur ár og eignuðumst svo strák.
Við hættum svo saman fyrir nokkrum mánuðum sem endaði illa og með að ég flutti út en var samt alltaf nálægt og mikið með strákinn.
Svo kom bara upp mál sem varð að ég höndlaði ekki að vera nálægt fyrrverandi því ég hefði endað með að gera e-ð slæmt.. leið virkilega illa á alla kanta. Svo ég tók að mér starf úti á landi, bæði til að koma hausnum á mér í lag og fárhaginum (fjárhagnum..?).
Ég hef verið að koma í bæinn 1x-2x í mánuði og hitta strákinn sem er æðislegt en ég get ekki komið oftar vegna vaktavinnu.
Við vorum aldrei skráð með sameiginlegt forræði en ég vildi fara að drífa í því og hún var líka mjög að ýta á eftir mér með það en allt í einu núna vill hún það ekki því hún segir m.a að á meðan ég er ekki 50% með strákinn þá ætti ég ekki að fá 50% forræði.. Hvað er málið með það? Hún segir að ekkert eigi eftir að breytast og ég veit ekki hvað og hvað.. eina sem ég geti gert með forræði er að banna henni að flytja út með hann. Hún hefur klárlega ekki kynnt sér þetta nógu vel sjálf.

Persónulega finnst mér þetta ekki nógu gott því ég vil virkilega hafa 50% forræði því það gefur bæði mér og stráknum meiri möguleika og röð og reglu og skipulag á hvenær við hittumst.

Hvað hafið þið að segja um málið? Finnst ykkur þetta meika sens að ég eigi ekki að fá forræði af því við erum ekki bestu vinir í heimi og ég er ekki 50% með strákinn?
Endilega kommentið!=) og öll ráð og álit vel tekin og engin skítköst.. hvorki frá mér né öðrum takk;)
What doesn't kill me will probably try again