Næstu helgi vantar mig frændsystkini, lítil sæt 5 og 7 ára frændsystkini til að hjálpa mér með smá verkefni, lokaverkefni sem ég er að fara að gera fyrir fyrsta árið mitt í málun. Ég er búin að vera að hugsa út í það hvort það sé ekki eins gott að gera eins og tannlæknar, læknar ofl. með því að gefa þeim verðlaun. Þá verða þau áhugasamari. Er það ekki rétt? Ég ætla aðeins að láta þau segja nafnið sitt mjög hægt fyrir framan vídeóvélina mína og ætla að gera málverk af munnhreyfingunum þeirra, hvernig munnurinn er þegar hann seegir staf frá staf í nafninu. Er ekki rétt að gefa þeim eitthvað sætt á nammideginum þá vilja þau kannski gera eitthvað meira, t.d. ef eitthvað mistekst og ég þarf að fá eitthvað aftur frá þeim, að vera með aukaverðlaun?