Ég á 4 stykki af litlum frænkum sem eru náskyldar mér og hef oft föndrað eitthvað handa þeim í jólagjöf.
Sú elsta er verður 2 ára í desember.
Svo eru tvíburar, 1,5 árs í desember.
Og sú minnsta sem er bara 3 mánaða núna eða eitthvað svoleiðis.

Ég var að hugsa um að gera eitthvað handa þeim í saumum í skólanum - Einhverjar hugmyndir??

Svo á ég líka eina frænku sem er 9 ára og frænda sem er 4 ára ef þið hafið einhverjar hugmyndir.

Og ég veit að það er langt í jólin og allt það en ég á stóra ætt og finnst gaman að gefa þeim náskyldu eitthvað sem ég bý til sjálf og það tekur sinn tíma - nenni ekki að vera í einhverju stress kasti í desember :D

P.s. svo á ég líka frænda sem er 27 ára eða eitthvað og hann verður hjá okkur um jólin - ef þið hafið hugmyndir :D:D

Bætt við 17. september 2009 - 15:31
Er ekki mikið fyrir að prjóna (nema kannski trefla) og kann ekki að hekla :þ
Lifðu lífinu með ró, þú kemst hvort eð er ekki lifandi frá því :D