Þá fer maður að koma á tíma. Gengin 38vikur þannig að barnið er jú tilbúið! Eða vill eflaust vera lengur og stækka, en öll líffæri og allt það er tilbúið. Þannig ég er að huga að því a gera aaallt til að koma þessu í gang :)

býst nú ekkert við því að það takist á núlleinni þannig ég ætla bara fara byrja í þessu og nota öll trixin í bókinni þó það muni taka 2-3v að gerast híhí… En auðvitað ætla ég ða passa mig að ofkeyra mig ekki, auðvitað verður maður að vera hvíldur fyrir herlegheitin! Þess vegna ætla ég að dreifa þessu svona duglega!

Mig vantar allar heimsins hugmyndir hvernig skal koma af stað fæðingu.

Veit að hreyfing hjálpar til

og að sjálfsögðu kynlíf, það verður gert nóg af því næstu daga!

einhver sagði mér að fara í bað með lavender ilmolíu kæmi manni af stað, ég leitaði allsstaðar á Egilsstöðum af slíkri olíu en hún virðist ekki vera til, þannig segjum bara að það sé kjaftæði að það virki :D

Svo las ég á www.ljosmodir.is að óléttar konur mættu ekki borða rabbabara því hann gæti komið fæðingu af stað, en í þessum töluðu orðum að reyna finna mér almennilegt rabbabara beð híhí…


Dettur ykkur eitthvað meira í hug? Ekki kalla mig klikkaða, mér er bara farið að langa að fá krílið í hendurnar og vil nýta góða góða veðrið í sumar til að fara í göngutúra með barnið.

Svo er Kubbur orðinn mjög óþolinmóður, þannig ef þið viljið ekki hjálpa MÉR gerið það þá fyrir hann. Það er ekkert grín að búa með óléttri konu með hormónaójafnvægi, það tekur á!
Ofurhugi og ofurmamma