Þá er litla skottan mín fædd :D
Smá skondið að mér finnist hvað ég var ekki að fatta að ég væri komin afstað, en allar sögur frá öllum konum sem ég talaði við um fæðingar höfðu eitthvað svipað að segja frá sínum fæðingum. S.s túrverkjum eða verki í baki eða þessháttar.

Ég fékk 2 sinnum væga fyrirboðaverki á 39 viku, sem lístu sér þannig að ég fékk samdrætti og túrverki, ekkert agalegt samt.

8.Maí (var gengin þá 41 viku & 2 daga) vaknaði ég klukkan hálf átta um morgunin með svakalegan þrýsting í kviðarhólfinu á 2-5 mínótna fresti. Eins og kviðarhólfið á mér væri að springa, fann svo ofsalegan þrýsting.

Ég var að bíða eftir einhverjum ákveðnum verkjum eins og asni sem ég hafði samt enga hugmynd um hvernig væru. Einhverjum bakverkjum eða túrverkjum. En það kom ekkert.

Svo um 13.00 hringdi ég í tengdó og lét vita að eitthvað væri að gerast, en ég sé ekki viss en myndi hringja ef ég yrði lögð inn) fór fyrst í rúmfatalagerinn að kaupa inniskó og svo beint upp á spítala.
(ætlaði heim aftur, en í rúmfatalagernum voru verkirnir orðnir svo slæmir að ég gat varla hreyft mig, þannig ég fór upp á spítala)

Ég var sett í monitor að mæla verkina hjá mér og svona. Sem fóru upp í 40. Hvað sem það nú þýðir.
Og svo var skoðun, og þá komst í ljós að ég væri komin í fulla útvíkkun!
Þá fór ég bara með hraði í hreiðrið, fylla á baðið, legg í hendina (pensilín, afþví ég er í O- blóðflokki)

Þurfti reyndar að fara upp úr baðinu þegar vatnið fór, því það var allt grænt.

Klukkan 16.56 var dóttir mín fædd :) alveg heilbrigð & hraust og fínerí :D


Langaði bara að deila með ykkur lauslega frá fæðingunni :)