Ég er að verða brjáluð á þessari ógleði sem er ekki eingöngu á morgnana heldur allan daginn og stundum á nóttunni.
En hérna í DK mæla ótrúlega margir með engiferrót, hvort sem hún sé soðin, notuð sem krydd eða bara étin hrá.
Hún á allavega að sporna við ógleði en nú er mál með vexti að ég þori ekki að taka hana inn þar sem ég las einhversstaðar (minnir að það hafi meira að segja verið hérna á huga) að hún gæti verið skaðleg barnshafandi konum.
Man einhver eftir þessu og af hverju hún er skaðleg?
Kv,
pernilla