Síðan ég varð ólétt hef ég veri að gæla við hugmyndina við taubleyjur. Finnst tilhugsunin bara góð.
Gott fyrir barnið, mjög gott fyrir umhverfið og auðvitað fyrir fjárhaginn!
Eins og allir vita þá eru bleyjur innfluttar vörur og innfluttar vörur eru búin að snaaaaaarhækka í verði og bara hræðilega dýrt að kaupa þessa hluti.

Að undanförnu hafa taubleyjurnar verið að slá rækilega í gegn og æ fleiri nota slíkar bleyjur.

Stykkið af þeim eru nú reyndar dýrar en hægt að kaupa notaðar (ég sé ekkert að því að kaupa þetta notað)

Ég hinsvegar fann síðu á netinu sem selur efni og aukahluti í taubleyjur og ætla að sauma bleyjurnar sjálf :)

http://verybaby.com/

Þetta er voða spennandi verkefni og ég bara hrikalega spennt :D

Held að sé enginn mikill sparnaður í að sauma þetta sjálf, maður sparar eflasust einhverjar krónur en ég er aðalega að gera þetta því að ég hef gaman af því að sauma og á þessa fínu saumavél sem hefur ekki verið nógu mikið notuð!


Er einhver annar í þessum pælingum líka?
Ofurhugi og ofurmamma