Sæl verið þið:)

Mér finnst heldur lítið að ske á þessu áhugamáli og langaði að starta smá umræðu:)

Hvað finnst ykkur um þrívíddarsónar? Farið þið í svoleiðis? Og ef þið hafið farið, hvernig var ykkar upplifun af því?

Ég og kallinn fórum þegar ég var gengin 30 vikur og þetta er peningur sem maður sér ekki eftir að okkar mati. Rosa gaman að fá forskot á sæluna og kíkja í pakkann þar sem þetta er okkar fyrsta barn og maður er alltaf með smá áhyggjur… Þetta er auðvitað bara skemmtun en maður andaði léttar við að sjá dömuna sprikla og hafa gaman:)

Anyway, hvað finnst ykkur??