Ég hef séð að þið hafð stundum fengið að monta ykkur smá hérna og núna ætla ég að fá að gera það!! Mér allavega finnst svo gaman að lesa svona mont frá ykkur, það skín eitthvað svo í gegni móðurstoltið, þannig að ég vona að ykkur sé sama!!

Hún Brynja Mjöll er 17 mánaða í dag og mér finnst hún náttúrulega alveg ógeðslega dugleg!! Hún er orðin rosalega dugleg að mynda 2ja orða setningar og lærir ný orð á hverjum degi.

Hún kann öll helstu dýrin (segir ekki bara “mumu og meme” og þannig heldur alveg “belja og kind”) og veit hvað þau segja, segir nafnið sitt, svarar manni ef maður spyr hvað hún sé gömul (segir nú samt ekki 17 mánaða!! Bara eins árs ;)), þekkir svona flesta líkamsparta með nafni og kann að telja uppá 5!!

Samt búum við í Danmörku og hún er hjá danskri dagmömmu frá 8 - 15 á daginn þannig að hún er að læra 2 tungumál. Íslenskan gengur samt greinilega fyrir hjá henni, er ekkert farin að segja neitt rosa mikið á dönsku. Svo elskar hún bækur og þekkir til dæmis allar persónurnar í bangsímon bókunum mað nafni, Tumi og Jakob eru þar í mestu uppáhaldi.

Mér finnst stundum bara eins og hún sé að verða fullorðin og áður en maður veit af verða þessi litlu kríli komin með skólatösku á bakið. Best að njóta hvers augnabliks til fulls meðan þau eru svona lítil, þetta er svo skemmtilegur aldur. Þau eru alveg á milljón að uppgötva alheiminn á þessum tíma og ekkert smá gaman að fá að taka þátt í því með þeim :)