Jæja, ætla að reyna að segja frá því sem ég man ^^

Ég og kærastinn bjuggum semsagt í DK þegar ég varð ólétt, og ég hafði ALLTOF mikinn frítíma.

Ég var eiginlega farin að hafa grun um óléttuna áður en ég átti að byrja á túr, og því um leið og ég var komin 2 daga framyfir tók ég próf…mjög dauf lína kom og ég hugsaði “pff, þetta er bara uppgufunarlína” og pældi ekki meir í þessu prófi.

Daginn eftir var mér ekkert farið að lítast á það að vera ekki komin með neina turverki eða neitt, svo ég tók annað próf og þá kom línan aftur, og nú aðeins dekkri.
Þannig að ég fékk jákvætt á þungunarprófi þann 19 júní ^^

Ég varð auðvitað himinlifandi svona innst inni en vildi samt vera lengur útí DK og hafa gaman.
Kærastinn var nú bara frekar glaður yfir þessu öllu - enda eru öll börn kraftaverk.

Við ákváðum að segja foreldrum okkar bara frá þessu strax og voru allir spenntir fyrir fyrsta ömmu og afa barninu - þótt spennan hafi verið mis mikil ^^

Við ákváðum að flytja heim til íslands um sumarið, eða í júlí.
Ég var held ég gengin 9 vikur þegar ég kom heim.

Meðgangan var ekkert voða góð til að byrja með.
Ég kúgaðist við hið minnsta en ældi þó ekki alltaf. Ég fékk ekki morgunógleði heldur ‘allan sólarhringinn’ ógleði.
Ég fékk alveg fullt af cravings á þessum fyrstu 12 vikum :D

Við byrjuðum á að búa hjá tengdó þegar við komum heim - í hveragerði.
Stundum erfitt ef ég varð svöng í eitthvað spes klukkan 3 á nóttunni en það gekk svosem ágætlega :)

Við fórum svo í 12 vikna sónarinn í byrjun ágúst minnir mig og þar leit allt vel út og var settur dagur 19 febrúar ^^
"All we have to decide is what we do with the time that is given to us"