Sæl verið þið,

Vinkona mín er að fara að skíra strákinn sinn í næsta mánuði. Vandinn er sá að hún býr erlendis og erfitt fyrir hana að hringja til Íslands og svoleiðis til að fá upplýsingar. En hún kemur til Íslands að skíra hann. Hún bað mig um að hjálpa sér við að undirbúa skírnarveisluna, fyrir ca. 40 manns.

Þar sem ég er ung og þess háttar þá er ég ekkert mikið inni í svona málum. En ég var að velta fyrir mér hvort þið hefðuð einhverja hugmynd hvað sé hægt að hafa sem er auðvelt að baka og matreiða fyrir svona veislu.

Einnig hvar hún gæti haldið veisluna? Eru það einhverjir salir úti í bæ eða hvað? Það er að segja ef hún getur ekki haldið veisluna í heimahúsi.

Með von um góð svör.
Kv. Amerya