Þann 31. Október síðastliðinn þá kom ég heim í hádegismat, kom við í lyfju og keypti mér 2 stk þungunarpróf.
Kom heim og beið eftir að þurfa að pissa, virtist ekkert bóla á því þó svo að ég hafi drukkið óhemjumikið af vatni þann morguninn :)
Jæja ég fór á klóstið og fór svo fram og beið eftir niðurstöðu.

Stundum þegar ég hef pælt í hvernig maður mundi bregðast við að fá jákvætt á svona prófi, ég bjóst alltaf við að ég mundi brotna saman í geðshræringu og svoleiðis.

Niðurstaða var komin, mjög augljós og skýr lína… Akkúrat þegarég sá niðurstöðuna kom Kubbur inn og ég varð bara orðlaus og hann settist hjá mér og segir “þú ert ólétt” og glottir og ég bara enn stari og segi ekki neitt. Dofnaði bara algjörlega og kom ekki upp orði.
Virkilega skrítin tilfinning.

Planið var líka alltaf þegar ég yrði ólétt að halda því fyrir okkur eins lengi, það tókst í um það bil 40 mínútur :)

Um kvöldið töluðum við um hvort við ættum að hringja í foreldra okkar, ég vissi að ég mundi eiga mjög erfitt þar sem sambandið milli´mín og mömmu er virkilega gott og við tölust daglega saman og ég vissi aðég gæti ekki þagað.

Það komu svo smá rökræður hvort settinu yrði byrjað á… Jæja fyrst var hringt í hans foreldra, hann hafði nú gert þetta áður, enda á hann annað barn fyrir :)
Það gekk bara greiðlega og mamma hans tók vel í þetta :) kom henni að óvörun sérstaklega því við vorum í heimsókn hjá þeim helgina áður og þá sagði hún skýrt “þið eruð ekkert að fara eignast börn strax, eigið allt lífið framundan”

Ég hringdi svo í mömmu og var bara eitthavð að spjalla og Kubbur var alltaf að gefa mér þetta “look” um að fara æla þessu útúr mér… Mér fannst samt svoooo erfitt að segja “hey mamma, ég er ólétt” þannig ég reyndi eins og ég gat að fara í kringum hlutinn. en kom þessu útur mér á ágætis hátt hehe. Fyrst varð mamma orðlaus og hún var roooosalega glöð.
fylltist öll af spenning haha.
Fyrsta barnabarnið þeim megin :)
Annað barnabarnið hinum megin :)


Heilsan er búin að vera bara mjög fín. Engin ógleði. Hef ekki fengið neina verulega verki bara svona smá verki í legið eins og er nú eðlilegt.

Hef í raun ekkert merkilegt að segja um þetta þar sem ég tek varla eftir óléttunni sjálf hehe!

Maginn er nú samt aðeins farinn að stækka :D

Við fórum í sónar í dag og allt leit ljómandi út, er gengin 13 vikur í dag!


Áætlaður komutími krakkans er um 10 júlí :)
Ofurhugi og ofurmamma