Sæl! Mig langar dulítið að fá álit ykkar sem eruð foreldrar á einu. Ég er ekki foreldri sjálf, en hef samt verið að pæla í þessu.
Hvert er álit ykkar á flengingum? Flengið þið börnin ykkar ef þau eru óþekk? Lítið þið á þetta sem aga eða misþyrmingar? Voruð þið flengd sem börn (þ.e.a.s. ef þið viljið tala um það)?
Ég er eiginlega frekar á móti því að flengja börn (nema þau séu með einhvern djöfulgang, en þá er spurningin hvort það sé þá ekki eitthvað að uppeldinu hjá foreldrunum). Þó sé ég ekkert sosum að því að kannski dangla smá í krakkann ef hann er MJÖG óþekkur. En ekki fast þó.
Ég var ekki beint flengd sem krakki, en foreldrar mínir “dangluðu” stundum smá í mig ef ég var óþekk. Þau voru hinsvegar svolítið taugaveikluð stundum og áttu það til að öskra á mig (sérstaklega pabbi), en það er önnur saga. Ég tek það fram að samband mitt og pabba er mjög gott í dag (mamma er dáin fyrir mörgum árum).
Fólk sem ég þekki hefur mjög misjafnar skoðanir á þessu, og skiptist alveg í tvö horn. Það eru þeir sem telja flengingar vera ofbeldi á börnum, og svo eru þeir sem telja þetta bara vera sómasamlega ögun. Til dæmis þekki ég persónulega einn mann sem flengir son sinn með trésleif!!! Alveg satt! Og hann lætur strákinn ná í hana. Ég held að hann hafi lært þessa uppeldisaðferð í Bandaríkjunum, en þar kváðu flengingar vera mun algengari en hér á landi.
En, mig langar sumsé til að fá álit ykkar hugara á þessu.
Takk fyrir!
Kveðja, Delenn :)