Þið sem hafið fylgst með vitið hvernig gengið hefur.

Vika 31 - líkamsþreyta alveg farin að segja til sín, mikil til hlökkun um að klára.

Vika 32 - allt eðlilegt og bumban orðin stærri og minna pláss fyrir matinn svo ég borðaði lítið í einu en oftar :)

Vika 33 - styttist óðum, alveg farin að telja niður hehe ;) krílið ennþá sparkandi og broltandi eins og það fái borgað fyrir það.

vika 34 - mæðraskoðun og allt kom enn vel út.

vika 35 - enn teljandi niður og farin að huga að hreiðurgerð, búin að fá fullt af fötum og búin að setja rúmmið saman, byrjuð að þvo smá og orðin verulega þreytt.

vika 36 - síðasta ferðalagið mitt fyrir fæðingu, sóttum stjúpson minn austur til fáskrúðsfjarðar og hann var alveg svaka spenntur yfir því að það væri að fara koma lítið barn úr maganum á mér.

vika 37 - Já nú er ég búin að gefast upp, í lok vikunnar kláraði ég að strauja fötin og ganga frá þeim í skúffuna og gera rúmmið klárt.

vika 38 - orðin dauðþreytt og með endalausa samdrætti, en ég held áfram mínu daglega lífi, komin 38 vikur og 2 daga þegar ég er farin að fá smá túrverkjaseiðing sem er frekar vondur, en hugsa út að það séu fyrirvara verkir. Fer og hengi upp lítinn skáp inn á baði fyrir bleyjur og klára að strauja taubleyjurnar. Hafði reyndar lítið sofið um nóttina vegna verkja og því drulluþreytt og næ engan veginn að hvíla mig neitt.

Elda kvöldmatinn og reyni að borða en hafði litla lyst, sit í sófanum um kvöldið og fæ líka þennan svaka verk hélt það væri búin að snúa sér og lægji eitthvað ílla, en eftir hálftíma kemur hann aftur, hafði verið búin að hringja í ljósuna um hádegið og sagt frá þessum verkjum og hún sagði mig líklega bara vera fara eiga, en ég trúði því nú ekki alveg. fæ þennan verk aftur í 3 skipti á hálftíma frest.

Hringi svo í mömmmu og segi frá þessu og hún já spurning um að spurja uppá deild, á meðan ég tala við mömmu fæ ég allt í einu enn meiri verki með 7 mín millibili úff ég segi við mömmu að ég ætli að hringja upp á deild ég geri það og læt vita, þær segja að ég megi koma í skoðun, ég geri mig klára og við kallinn förum upp á deild í skoðun um kl 9-10 um kvöldið, við bjuggum 17 km frá akureyri þá og um leið og við vorum komin niður heimreiðina voru liðnar 5 mínútur á milli verkjanna, þegar við komum á spítalann eru verkirnir á 2 mínútna fresti, úff þetta var orðið svo vont.

Jæja ljósmóðir tekur á móti mér og skoðar skýsluna mína, hún kallar mig inn á skoðun og skoðar leghálsinn, þá kemur í ljós að þarna er ég komin með 4 í útvíkkun leghálsinn myktur og styttur, svo þetta var raunverulega að fara gerast, þær segja mér að kíkja heim (fór þá til mömmu á ak) og koma svo aftur þegar verkirnir væru orðnir verri.

Ég fer heim og er alveg að farast úr verkjum get engann veginn verið kyrr, jæja ég segi kl 11 að við verðum að fara koma okkur niðureftir að ég gæti þetta ekki lengur, jæja mamma gerði sig klára og kom með og við fórum, þegar við komum aftur fer ég í mónitor aftur og þá kemur fram enn meiri samdrættir, ljósmóðirin skoðar mig og þá kemur í ljós að það eru komnir 7 takk fyrir takk!

Og við förum inn á fæðingarstofu og undirbúum okkur þar.

Framhald um fæðinguna seinna ;)