Síðast kom fram að krílið væri farið að sparka á fullu og líðan bara góð fyrir utan bakverki í mjóbaki.

21 vika - Pabbinn fékk loksins að finna spark og var alveg brosandi allann hringinn, bumban aðeins farin að vera greinilegri og sást vel ef ég lá útaf þegar það var að brölta og sparka í boxi, bumban var eins og flóðbylgja :)

22 vika - var farin að sanka að mér hinu og þessu fyrir litla ófædda krílið :)

23 vika - Enginn svefnfriður, krílið vildi bara vera á íþróttamóti þegar ég ætlaði að fara sofa, það vildi alls ekki hætta.

24 vika - bumban stækkar enn, enn meiri verkur í mjóbaki og vonlaust að sofa orðið á bakinu, þreytan farin að láta heyra í sér aftur svo ég lagði mig bara aðeins á daginn til að ná að halda út fram yfir kvöldmat haha.

25 vika - mjög svipað ástand og var í 24 viku.

26 vika - fengum að vita að kærasta bróður pabbans væri búin að missa vatnið og væri að fara eiga, hún átti um nóttina :)

27 vika - mæðraskoðun allt kom vel út þar :) ekkert í þvaginu, blóðþrýstingurinn var 130/65 fósturhljóð 140-150 og ég komin með smá bjúg, legbotninn 28cm :) átti svo að mæta í blóðprufu morgunin eftir kl 9:55 :) Allt í góðu annarsvegar :p

28 vika - krílið farið að sparka í rifbeinin, ekki það besta í heimi nei, skelltum okkur í smá helgarferð suður að slappa af :)

29 vika - bara það sama, sparkandi allann daginn, í rifbein og þreyta og bakverkir úff..

30 vika - Já fer sko að styttast í þetta, bumban orðin nokkuð sver, og ég komin með fullt fullt af slitum.