Ég og 3 mánaða sonur minn vorum að fara í strætó í dag, vinkona mín var að hjálpa mér að lyfta vagninum uppí þegar ég er alveg að verða komin inn þá lokar bílstjórinn hurðinni á mig, ég hélt auðvitað enn í vagninn svo hann myndi ekki steypast á dyrnar.

Hann var að undirbúa sig fyrir brottför þegar stelpurnar sem ég var með kölluðu á hann og báðu hann um að opna, ég strunsaði auðvitað inn og neitaði harðlega að borga ferðina!

Nú er ég að farast í hendninni sem hurðin fór á alveg aftur í bak, en finn auðvitað smá til í hinni hendinni eftir strætisvagninn sjálfann.

mér finns að þessir strætóbílstjórar ættu að reyna fylgjast betur með áður en það verður stórslys!

Hvað finnst ykkur um svona atvik?