Þegar bróðir minn var pjakkur,fórum við familían til kirkju oft sem endranær,nú bróðir minn var ekkert auðvelt barn,var nánast upp um alla veggi,ef þið skiljið hvað ég á við.Hann gat ekki setið kyrr í messu einni,og stóð á fætur og hljóp um alla kirkju,að lokum hljóp hann í áttina að að altaristöflunni þar sem presturinn stóð og á hempu prestins voru tölur til að hneppa og heyrist allt í einu í mínum,einn,tveir,þrír:)

Í sömu messu,þegar presturinn lyfti höndum og leggur blessun sína yfir söfnuðinn,gellur allt í einu frá bróður mínum:
Bang,bang bófinn þinn!!:))

Svo einhvern tímann,vorum við í heimsókn hjá frænku minni,og maðurinn hennar var að mála yfir vegg sem var brúnn sem mest gat verið.Bróðir minn arkar að manninum og segir:
Er verið að mála yfir skítinn??:)