Systir mín sem er 5 ára núna, hefur oft ruglað þessum stöfum Br og Gr í orðum og hefur komið dáldið skringilega út x) það fyrsta var rennibraut, en hún gat fyrts í fyrra sagt það rétt, en sagði alltaf renniGraut, sama hversu oft við reyndum að kenna henni að segja það rétt XD en svo fyrir ca 2 mánuðum, var hún mikið að pæla í því hvenær hún færi nú að missa tennurnar. Svo sagði hún upp úr þurru þegar við vorum að borða kvöldmat ;“ mamma, þegar ég fer í Brundskóla þá missi ég tennurnar! ..” og við þurftum að berjast um hláturinn! en hún tók ekki eftir neinu, og eftir smá stund sagði hún ;“ Húgó á heima í Brundskóginum!” haha og hún segir þetta ennþá. Og til að enginn fái ranghugmyndir að þá fær hún ekki að sjá að okkur finnist þetta fyndið, og við kenndum henni þetta ekki X) en þíð vitið hvernig börn eru :)
just sayin'