Síðustu mánuði hef ég verið að upplifa lítið barn í kring um mig í fyrsta skiptið. Fyrir það hef ég algjörlega hatað lítil börn.

Í dag átti ég skemmtilegt og líka frekar furðulegt samtal. Það var við frænku mína sem er ekki orðin þriggja mánaða.

Ég var búin að vera að frussa og gera létt prumpuhljóð með munninum fyrir hana í dag og síðustu daga því það lét hana brosa alveg út að eyrum, en í dag tók hún upp á því að reyna að herma eftir mér og tala við mig.

Stundum voru setningarnar frekar langar, eins og til dæmis “Eeeöööh.. Vaaaaa öhhhh eeee uhu” og stundum kom bara svona “burrrr” og innsog. Og nokkrum sinnum tókst henni að herma eftir prumpuhljóðunum mínum. Ég gerði samt ekki bara prumpuhljóð, spjallaði líka aðeins.

Við töluðum svona saman í 10-15 mínútur, og öllum fannst þetta voða sniðugt. Sérstaklega mömmunni, þar sem stelpan hafði ekki talað svona mikið við hana.