finnst ykkur ekki mikið ef að 2ja ára barn er að horfa tvisvar á dag á heila bíómynd?

-mér persónulega finnst það alltof mikið fyrir lítið barn sem er rétt nýbyrjað að tala og labba…

-hvað finnst ykkur???!!

allir sem hafið reynslu af börnum please endilega seigjið ykkar skoðun

Bætt við 29. apríl 2008 - 16:59
rök fyrir máli mínu:
ég hef verið í uppeldisfræði þannig mig langar aðeins að koma með rök fyrir máli mínu(allt þetta er ég að miða við 2ja ára barn):
á þessum aldri er sjónin hjá krökkum að verða “skarpari” en mikið sjónvarpsgláp þreytir augun og “ofþreyta” í augum er ekki æskilegt fyrir krakka sérstaklega á þessum aldri.

á þessum aldri og alveg fram að 9-10 ára aldri þá er ímyndunaraflið og sköpunarkrafturinn einna mestur (maður tekur sérstaklega eftir þessu þegar maður hefur verið að vinna eitthvað með börn eins og ég). Og sjónvarp er til þess að bæla niður þennan sköpunarkraft;þetta virðist far away í fyrstu en leyf mér aðeins að útskýra:
þegar barn horfir á sjónvarp þá er allt sett upp fyrir þig akkúrat svona og svona;það er verið að setja upp allan pakkann upp fyrir það og ef það er gert í of miklu magni þá tæmist hugmyndabankinn(taktu eftir ég sagði í of miklu magni).

En ef þú lætur barnið fá kubba eða lit í hendurnar þá er endalausir möguleikar og allt leyfileg(ekki það að það sé æskilegt að leyfa barninu að fleygja kubbum út um alla íbúð og borða trélitina).

þetta er kannski dáldið langsótt en ég skal reyna að setja þetta upp þannig þetta komist yfir á mannamál:

þegar barnið horfir á sjónvarp hefur það enga aðra kosti en að glápa á sjónvarpið og sitja kyrrt;sem sagt barnið getur ekki komið sínu í ímyndunarafli á framfæri með sjónvarpsáhorfi.

En ef þú lætur barn fá trélit í hendurnar þá getur það skapað og búið til hvað sem því sýnist og ef því dettur í hug að breyta hlutunum þá er það no problemo.

Það sem er mikilvægt er að börnin fái að halda þetta creation power sem þau hafa.

-en það eru tvær hliðar á öllum málum og það er líka hægt að segja ef að börn eru að horfa á sjónvarp og það eru t.d. dýr í sjónvarpinu(þá er ég að tala um dýr eins og í discovery ekki ekki teiknimyndir eða tölvugert) og það er jú hollt að vissu leyti en of mikið má það ekki vera.