Sælt veri fólkið!

Ég á frænkur sem eru mjög skondnar, þær eru systur og sú eldri er 5 ára en sú yngri er 4 ára. Um daginn vorum við þrjár á leiðinni í sund saman og þá mættum við bíl sem mér fannst keyra heldur of hratt. Ég fer eitthvað að bísnast yfir bílstjórnaum við sjálfan mig og þá heyrist frá þeirri eldri í aftursætinu: Já hann keyrir rosa hratt þessi! Löggann verður bara að taka hann og gefa honum sogt!
Ég: Segt?
Sú eldri: Já, segt. Ég veit alveg hvað segt er.
Ég: Já, ég veit það líka.
Sú yngri: Ég veit það ekki.
Sú eldri: Það er þegar löggann kemur og stoppar mann, þá þarf maður að borga peninga. En ég er of lítil ennþá svo ég má ekki fá segt.
Ég: Já, þú verður að vera orðin 18 ára, ég er orðin nógu gömul því ég er búin að vera 18 ára.
Sú eldri: Já fyrir löngu!