Myndin af syni Palinas minnti mig á svolítið sem ég ætlaði að pósta hér um og fá ykkar álit á vangaveltum mínum.
Málið er að dóttir mín fékk gefins frá ömmu sinni og afa göngugrind í skírnargjöf, þetta er Basson göngugrind sem þau keyptu í barnabúð hér í bæ. Málið er að stelpan mín eins og flest önnur börn á hennar aldri en hún er að verða 8. mánaða er frekar forvitin og ef eitthvað er fyrir aftan hana og hún nær ekki eða nennir ekki að snúa sér við með því að hreyfa göngugrindina þá hreyfir hún sig í sætinu á henni. Sætið sjálft er með ágætu baki en það sem hún situr á er eiginlega bara svona breitt band ef svo má að orði komast. Stelpan mín er frekar grönn og nett og þegar hún snýr sér svona en hún tekur með hendinni í bakið á stólnum og færir svo rassinn af “sætinu” þannig að í staðin f. að “sætið” sé á milli fótana á henni og rassinn hvíli á því þá er það lærið sem hvílir á því. Er einhver að skilja mig? :c)
Svo er það nú það að ef hún snýr sér ekki fljótlega við, nær því ekki eða fer of mikið með “sætið” undir lærið þá rennur hún úr sætinu og niður á gólf og situr skælandi undir göngugrindinni. Þegar þetta gerðist fyrst þá tók ég göngugrindina úr umferð og bölvaði öllum göngugrindum eins og þær lögðu sig en stelpan hefur hinsvegar rosalega gaman af göngugrindinni svo ég tók mig til og “lagfærði” sætið aðeins þannig að ég saumaði framlengingu á hliðarnar á sætinu þannig að gatið sem hún getur smogið niður um er ekki eins vítt lengur. Svo þegar ég sá myndina af stráknum hennar palinas þá sýnist mér sem það sé algjör óþarfi að taka upp svona heimareddingar á henni og hún sé miklu örugggari.
Því spyr ég, er þetta ekki galli á vörunni?? Eitthvað sem búðin og framleiðendur ættu að vita af?
Ég meina ókei þetta var ódýrasta göngugrindin í búðinni en þó maður kaupi ekki dýrasta hlutinn þýðir það varla að maður geti ekki fengið örugga vöru?

kv, JettyIS