Sæl öll!

Ég á mjög skonda litla 4 ára frænku sem kemur manni oft til þess að brosa ef ekki bara að hlægja. Í dag fórum við frænkurnar saman í sund í veðurblíðunni sem er ekki frá sögu færandi, en það var svolítið fyndið samtal sem fór okkar á milli sem ég bara varð að deila með ykkur ;)

Ég: María ertu búin að þurka þér á milli tánna?
Hún: Nei.
Svo líður smá stund og þá segir hún svona meira við sig sjálfa en mig: Og mig langar ekkert til þess.

Þetta er eflaust ekkert fyndið þegar maður les þetta en þetta var svo fyndið þegar þetta átti sér stað að ég átti í mesta basli við að halda andlitinu (henni sjálfri fannst þetta þó ekkert fyndið og hefur eflaust ekkert skilið í því hvers vegna ég var að hamast við að hlægja ekki).