Einhverntímann var ég í pössun hjá ömmu og við vorum úti í garði, ég var svona 5 ára. Það er svona steinabeð uppvið húsið og svo er gras, og ég var að hjálpa ömmu að vökva grasið með slöngu og svo sagði hún “vökvaðu nú steina fyrir ömmu!”. Einmitt á því augnabliki labbar bróðir minn, hann Steini, inn í garðinn og ég byrja að sprauta á hann á fullu:') Hann var rennblautur og ekkert smá reiður útí mig! Hahah..

Svo var það þegar pabbi var nýbúinn að kaupa sér svona flotta upptökuvél, sem vó svona 3 kíló ábyggilega og þurfti nánast alltaf að vera í sambandi við rafmagn. Ég var svona þriggja ára og pabbi var að taka myndband af mér. Ég var eitthvað að labba þarna um og svo labba ég í áttina að innstungunni og það heyrist í pabba: “neii Herdís, ekki gera þetta! neineinei” og svo hallar myndavélin og svo kemur svartur skjár. Ég gerði mér lítið fyrir og tók hana bara úr sambandi! Þetta er svo fyndið myndband, úff.. Kannski ég nái ekki að lýsa því nógu vel í orðum, en ojæja(:

Hérna er svo gamalt myndband af mér.. voða dugleg að tala. http://youtube.com/watch?v=lXO4cnRv6VU
Oooog eitt af frænda mínum sem ég klippti til einhverntímann þegar mér leiddist. Pro? Totally!http://youtube.com/watch?v=uFjO48tqYTU