Hæ, ég er frekar ungur reykvískur karlmaður og ég og kærastan mín erum að fara eignast okkar fyrsta litla kút. Það styttist og styttist í þetta hún er komin heila sjö mánuði á leið. Að sjálfsögðu hlakkar mér til en mér líka dauðkvíður fyrir þessu öllu. Ekki bara sjálfri fæðingunni heldur líka því að ala upp eitt stykki barn. Hvað ef ég missi það í gólfið, gleymi því einhvers staðar eða tek eitthvað annað í misgripum, ég meina þau eru öll eins. Hvað gerðuð þið fyrstu mánuðina? Ég meina svona lítil börn eru svo viðkvæm. Á ég að láta það ganga með hjálm eða alltaf að geyma það í kjallaranum (þar sem að ég og konan mín gistum sjálf). Svo er minni stærsti ótti að gleyma barninu einhvers staðar ég meina ef ég fer á barinn og fæ mér kannski einum of marga bjóra og gleymi því á barborðinu, nefnilega þegar að ég fer með mínum vinum á barinn þá gleymi ég þeim oft þar. En ef ég fer í Kringluna og geymi krakkann í Barnalandi á meðan ég skrepp á barinn þar til þess að fá mér eitthvað að drekka og kem svo seinna um daginn og tek vitlausan krakka..

í vön um skjót svör. Því ég er í algjörri neyð.