Hvernig stendur á því að fólk í dag er að skírna börnin sín alltof væmnum og klisjulegum nöfnum? Ég pældi vel í nöfnum þegar ég var að skírna mína stelpu og ákvað að skíra hana Helenu! Ég meina, það gengur úti í löndum og allir þekkja nafnið. Það eru minni líkur að henni verði strítt útaf nafninu Svo fæ ég bara skítkast þegar fólk spyr“ heitir hún BARA Helena?” Já! hún heitir BARA Helena. Þá er fólk að tuða yfir því afhverju ég gat ekki skírt hanan 2 nöfnum.


Svo líka annað. Elsku bestu hugarar. þegar þið eignist börn og svo barnabörn. Ekki ætlast til eða þröngva uppá börnin að þau skíri í höfuðið á ykkur. Ég lenti í svaka rifrildi við tengdó útaf því að hún ætlaðist að það yrði skírt í höfuðið á sér . Hún talaði um það stöðugt að nafnan væri á leiðinni mörgum mánuðum áður en hún fæddist. Ég stóð við mitt og skírði hana ekki í höfuðið á neinum og átti versta hálfa ár eftir skírnina útaf rifrildinu. btw. tengdó bjó heima hjá mér. Mér finnst auðvitað leiðinlegt að hafa rifist við hana en ég læt ekki pína mig að gera eitthvað sem ég vil ekki.Í jan á þessu ári dó tengdamamma og ég sættist aldrei við hana. og samviskubitið nagaði mig svo eftir á.