hæ hæ… ok ég er á 19 ári og á kærasta sem er 24 ára með 2 börn! var s.s. að spá aðeins… ég veit að ég er ung og allt það og ekki reyðubúin í að vera einhver “stjúpmamma” en ég er alltaf þarna þegar hann er með börnin þau eru s.s. 2 og 4 ára. og alveg frábær börn.. og mér fynnst mjög gaman að vera með þeim.. en málið er að vinir mínir og bara fólk almennt sem er í kringum mig segja að ég sé að missa af bestu árum lífs mín með því að vera með strák sem á börn!! mér fynnst það ekki.. jú jú þetta er kannski mjög þroskandi og allt það.. en ég elska kærastan minn og mundi ekki vilja hætta með honum bara útaf því að hann á börn (allir mínir nánustu segja mér að gera það) ég dæmi ekki manneskju út frá því að hann eigi börn!


en svo er það annað!! er svo hrædd um að barnsmóðurinni sé illa við mig útaf því að ég sé að umgangast börnin hennar hún er 22 ára.. hef séð hana nokkrum sinnum og sagt bara hæ og hún virðist vera fín manneskja en er sammt svo hrædd um að einhver “afbríðissemi” sé í gangi!! :S þið sem eigið börn með manni sem þið eruð ekki í sambandi með.. yrðuð þið eitthvað afbrýðissamar útí manneskjuna sem fyrverandi makar væru með?