Mig langar til að spyrja ykkur, þar sem jólin eru nú á næsta leiti, í sambandi við að gefa í skóinn, jóladagatöl og svoleiðis.
Hvenær fengu börnin ykkar fyrst í skóinn? Og hvenær fengu þau pakkadagatöl (æi þessi heimasaumuðu og settir eru pakkar á)? Og þessi venjulegu gluggadagatöl?

Ég veit ekki einu sinni hvort það sé gefið í skóinn hérna í DK og hvort það séu 13 dögum fyrir jól eða bara daginn fyrir jóladag.
Sonur minn er nú reyndar ekkert farin að spyrja um jólasveina en hann hefur séð jóladagatölin í búðunum og mér finnst ekkert voðalega sniðugt að gefa honum súkkulaði á hverjum degi í heilan mánuð næstum því.
Reyndar sá ég Lego dagatal (hmm..kostar reyndar um 1000 kall ÍSK) en það er allavega dót í því.
Svo eru náttúrlega gömlu góðu dagatölin með myndunum en þá finnst mér ég svo vond að hann fái ekki eins og hin börnin.
Jæja, ég ætla að hætta þessu væli og vona að þið sem eruð mér eldri og reyndari geti hjálpað mér eitthvað!
Kv,
pernilla