Já, systir mín heldur áfram að hreyta af sér brandarana. Hún kemur sífellt á óvart. Það fer að styttast í afmælið hennar, ég, mamma og pabbi vorum að forvitnast um hvað henni langar í afmælisgjöf. Hún byrjar að tala um að hana langi í úr, hlaupahjól og svoleiðis. Svo segir hún “nei mér langar í súlu” mamma spyr hvað hún ætli að gera við súlu“ hún svarar: ”nú? læra súludans auðvitað“ mamma stendur upp frá borðinu því hún fór að hlæja, ég faldi mig á bakvið hendurnar. Pabbi spyr hvort hún vissi hvað þetta væri. ”ég vil sko vera eins og Mimi í RENT, hún er súludansari"
Ofurhugi og ofurmamma