Ég þekki litla stelpu.
Eitt sinn var soðinn fiskur í matinn hjá henni og mamma hennar setti fisk, karteflur og stóra smjörklessu á diskinn. Hún ætlaði svo að setja á sinn disk og klára að stappa þegar hún væri búin að því. Þegar hún teygði sig eftir disk dóttur sinnar var allt smjörið horfið… og krakkinn með útbelgdar kinnar!

Annað skipti var stelpan í sveitinni hjá ömmu sinni og afa. Áður um daginn höfðu tvær mysingsdollur verið keyptar.
Morguninn eftir var önnur opin, næstum búin og það fannst skítug skeið í rúminu hjá stelpunni… I wonder what happened? ;)

Daginn fyrir 4 ára afmælið hennar var bökuð kaka og hún skreytt fallega með gúmmíböngsum.
Þegar það átti svo að setja hana á borðstofuborðið rétt áður en afmælið byrjaði var allt nammið horfið! Sumt af því sást aldrei aftur en sumt fannst seinna undir kodda

Þessi litli mathákur í þessum sögum er ég :P

Svo ein önnur sem ég heyrði um daginn…
Strákur var búinn að vera svolítið óþekkur en samt ekkert svo mikið en ‘jólasveinninn’ ákvað að gefa honum lítinn hraunbita í skóinn. Skórinn var í gluggasillunni einmitt yfir ofninum og þegar strákurinn vaknaði þá var bara brún klessa eftir í skónum!
Strákurinn kemur volandi fram og segir; Mamma! Jólasveinninn kúkaði í skóinn minn!
-Tinna