Vildi vekja athygli a bréfi sem ég fékk á postinn minn og er frá dagmömmu í Reykjavík.

Jæja, núna eru að koma mánaðarmót og allir að fara að versla grimmt fyrir næsta mánuð.

Við dagforeldrar erum stór hópur sem verslum fyrir stóran hóp í matinn.
Við getum látið til okkar taka og mótmælt þessum hækkunum með því að sniðganga vörur sem hafa hækkað gífurlega. Við tökum öll (flest allavega) nótur fyrir því sem við kaupum og ættum að geta gert verðsamanburð sjálf/ar.
Kíkið neðar í póstinn ;-)

Prentið út listann og hafið með ykkur þegar þið verslið.

Vegna lækkunar virðisaukaskatts núna í mars, eru ansi margir sem sjá sér leik á borði og hafa nýtt sér þetta tímabil til að hækka vörur sínar. Þetta er ekkert nema svindl á okkur neytendum, því þessi lækkun stjórnvalda átti að koma í vasa okkar neytenda en ekki byrgja og verslana. Nú er því komið að okkur neytendum að láta í okkur heyra, ég veit að við erum vön að kvarta hver í sínu horni en er ekki kominn tími til að láta þessa aðila vita að við sættum okkur ekki við hvað sem er. Besta ráðið til að mótmæla þessum aðferðum er einfaldlega að hætta að kaupa þessar vörur.

Nú er herferð í gangi sem mótmælir hækkunum birgja og verslana á matvörum.
Sendum áfram og birtum á vefsíðum nöfnin á þeim fyrirtækjum og birgjum sem
hækkað hafa verð.

ER EKKI TÍMABÆRT AÐ SNIÐGANGA ÞESSAR VÖRUR ?

Skoðið endilega heimasíðurnar ( bloggsíðuna og síðu neytendasamtakanna) til
að sjá hvaða vörur það eru sem hafa verið að hækka.

Mæli með að taka þátt, ekki endalaust hægt að láta vaða svona yfir sig.

Vörur sem hafa <http://nogkomid.blog.is/blog/nogkomid/entry/107756/> hækkað



Einfaldur listi yfir vörur sem hafa hækkað óeðlilega undandfarið:


(Takið eftir að mikið af innlendri vöru hefur hækkað og virðast íslensk
fyrirtæki sjá sé leik á borði)

*

Ávaxtasafar frá Sól
Bíóbú Lífræn jógurt
Blue Dragon núðlur, Pickwick te, Weetabix, Hatting og Daloon vörur.
Bonduelle, Heinz bakaðar baunir, Sun Maid, Holger.
Brauð og kökur frá Myllunni
El´Vital snyrtivörur, vörur frá Excellence og Casting Gosdrykkir,
ávaxtadrykkir, léttöl, kolsýrt vatn, áfengur bjór frá Vífilfelli og
Ölgerðinni Góa Linda -Sælgæti.
Hreinlætisvörur frá Frigg, Mjöll og fleirum.
Kelloggs morgunverðarkorn
Kjarnafæði - Kjöt og unnar kjötvörur.
Kjarnavörur - Sultur, grautar, smjörlíki Kjörís Ís og íssósur Klósettpappír,
eldhúsrúllur frá Papco Knorr, Prins Póló, Maizena, Sultur frá Den gamle
fabrik og fleira.
Kötlu púðursykur, bökunardropar, salt, flórsykur, kartöflumjöl og fleira.
Lýsi, lýsispillur og fleiri heilsubótarvörur frá Lýsi hf McCormick krydd
(pipar og piparblöndur), Barilla Mömmu vörur,vörur frá Ainsley, Del Monte,
Duc d´O, Franko, Griesson, Kim, Kiwi, Melroses, LF&H, Melitta, Pågen,
Librese, Libero, Edet, Supreme salt, T&L sykurvörur, Lyle´s, Vilko. Braga
kaffi, Rúbín kaffi, Ríó kaffi auk fleiri vara.
Nivea vörur.
Ora.
Sacla, tómatvörur, Celestial te, Wasa, Johnson, Ritter auk fleiri mat- og
hreinlætisvara.
Stjörnupopp og ostapopp
Sykurvörur frá Dansukker, Axa morgunmatur, Isio olíur, Philsbury hveiti,
vörur frá Hagver, Libbys tómatsósa, Betty crocker bökunarvörur, Dove
snyrtivörur, Lux sápur og fleira.
Sælgæti - Cadbury's
Sælgæti - Kólus
sælgæti - Nestlé
Sælgæti - Nóa Síríus
Unnar kjötvörur, sinnep frá SS
Wella snyrtivörur
Ýmsar tegundir af kexi frá Frón.
Ýmsar tegundir af kexi frá Kexverksmiðjunni.