Er einhver sem veit um einhvern lækni á höfuðborgarsvæðinu sem gerir próf til að kanna matarofnæmi. Strákurinn minn er 16 mán. og þar er ýmislegt sem fer ennþá í magann á honum sem mér finnst að ætti að vera búið að eldast af honum, t.d. kakó, súkkulaði og allt sem inniheldur það, allar mjólkurvörur nema mjólk og egg, ef hann borðar þetta þá fær hann bara í magann og niðurgang. Svo að mig langar til að það verði gert svona próf en það gerir það víst ekki hver sem er. Mér var sagt að það væri einn í Hafnarfirði í Heilsuhúsinu hélt hún að það héti en ég veit ekki meir.
Það væri vel þegið ef einhver gæti bent mér á einhver sem getur prófað þetta á honum.
Kveðja Cinnemon.