Stelpan mín sem er þriggja og hálfs árs var að byrja á leikskóla fyrir 2 vikum, og síðan þá hefur anginn verið að springa úr pirringi og hreinlega frekju, hún reyndar fékk í eyrun stuttu eftir að hún byrjaði, en áður en hún fékk illt í eyrun var hún orðin svona erfið.
Er þetta einhverskonar sjálfstæðisuppreisn? Nú er hún td. búin að fatta það að hún á líf og vini utan heimilins, og ef svo er, hvað er hægt að gera?
Hún hlýðir engu og gerir allt til að ögra manni, það er bara næstum eins og einhver hafi tekið stilltu pæjuna mína og sett eitthvað annars manns barn í staðinn :)

HJÁLP!<br><br>——————————
“Work like you don't need the money, love like you've never been hurt and dance like no one else is watching”
———————————————–