Jæja… ÞAÐ HAFÐIST ! ;) fæðingarframhaldsaga

Ég fór uppá sjúkrahús á fimmtudagskvöldið um kl.22, þá aftur komin með mikla verki og 5.mín á milli og var skoðuð, það var ekkert að gerast í útvíkkun (ennþá með 3) ég var á þessum tímapunkti orðin svakalega þreytt, pirruð og grimm.. tíhí þannig að ljóskurnar á vakt buðu mér að fá verkalyf, svefnlyf og rúm til að hvílast í um nóttina, þó þær hefðu enga trú á að nokkuð mundi gerast fyrr en næsta dag.
Um miðnætti fékk ég s.s þessa sprautu og átti loksins að ná að sofa eitthvað og undirbúa mig fyrir átök næsta dags, ég náði að dorma til kl.3, hundfúl yfir að þessi verkjalyf virtust ekkert virka og um 4 var ég farin að öskra af kvölum aftur, en mín grimma ljóska neitaði að gera neitt meira fyrir mig meira :)
Með frekju og yfirgangi þá fékk ég hana nú loksins til að mæla útvíkkun aftur kl.5.30 og henni til mikilar undrunar var ég þá komin með 8 í útvíkkun og var þá færð á fæðingarstofu.
Ég var búin að ákveða að láta reyna á vatnsfæðingu en afþví ég hafði fengið þessi lyf um miðnætti var það núna úr sögunni og ég fékk bara rétt að leggjast í baðið til að taka á mestu hríðunum, enda var ég engan vegin að fíla það að geta ekkert hreyft mig í baðinu og endist bara stutt þar.
Um kl.7.30 var mér sagt að útvíkkun væri lokið og ég mætti fara að rembast, ég lét ekki segja mér það tvisvar og kl.7.45 fæddist prinsinn minn, 3130 gr og 51 cm :))) tíu puttar og tíu fingur of gjörsamlega fullkominn að öllu leiti.

Ég er komin heim núna búin að fá nóg af sjúkrahúsum í bili, ákvað að fá frekar heimaþjónustu og er að minnsta kosti ekki farin að sjá eftir því nú þegar og þó ég sé rifin og tætt eftir alltof stuttan rembingstíma, þá er alltaf best að vera heima :)

Við erum búin að nefna litla prisinn okkar og mun hann verða skírður Elís Aron.

Kv. EstHe
Kv. EstHer