Ég set þetta bréf líka á femin.is en ég er í örvæntingu að fá svör.

En ég var að skilja við karlinn eftir 16. ára sambúð. Vorum ekki gift en eigum 5 ára dóttur. Verið er að selja íbúðina sem er 4. herbergi og mikil deila í uppsiglingu enlögfræðingur hans hefur boðið mér 25% af söluverði og segir mig eiga að taka því vegna þess að ég ætti ekki rétt á neinu. því karlinn hefði borgað allt og gæti sannað með launaseðlum hvaðan peningarnir komu.
Minn lögfæðingur vill semja og segir mig eiga að taka þessum 25% !!!???

Hvernig er þetta er það líka rétt að það séu ekki til neinar sérstakar reglur um sambúðarfólk og eignir við skilnað?

Hann ber það að hann hafi viljað mig út í meira en 4 ár eða frá því nánast að barnið fæddist. Og ég afli einskis til heimilins - sé sparihelgarfyllibittas og sé bara hræðilegur kosnaður og hann hefur safnað öllum nótum og vísa greiðslum allt frá fótsnyrtingu upp í tannlækniskosnað og hann leggur það allt fram til að sanna að ég hafi verið eins og hver önnur afæta á honum hann þyrfti að fæða mig og klæða og borga áhugamál og sálfræðinga árum saman……

Sannleikurinn er sá að ég var í fæðingarþunglyndi og gat ekki farið aftur út að vinna eftir fæðinguna, ég gat nærri ekki hugsað um barnið hvað þá hann og kynlíf.

Nú mamma býr út á landi og ekki hleyp ég þangað sí svona.

Núna hótar hann forræðisdeilu á þeim forsendum að ég sé ekki hæf til að sjá um barnið sökum lítillar sjálfsmyndar og skapofsakasta en ég er löngu hætt að fá svoleiðis köst og er miklu betri eftir að ég byrjaði á nýju lyfjunum. Hef núna verið á prósak og líður eins og nýrri manneskju. Hann trúir því ekki og ætlar að fá sér barna sálfæðing til að skoða mig og barnið.
Ó, hvað á ég að gera.??

Ég á ekki einu sinni fyrir leigunni hérna 75 þús fyrir 2 herbergin mín hvað þá fyrir lögfæðing, og hann hótar að skilja mig eftir á nærbuxunum á ísnum og segir mig betur dauða og spyr hversvegna ég hengi mig ekki, það væri ssvo miklu fljótlegra og væri lausn á öllum þessum vandamálum.

Og myndin sem ég hef á þessu er að ég er beitt andlegu ofbeldi.

Hann hlær bara og segir mér að drullast út í lífið og leita mér að vinnu, en ég hef ekki neina barnapössun og bara meðlagið frá honum og félagsbæturnar sem eru nú eins og allir vita ekkert mjög miklar.

Hann segist skammast sín fyrir mig og að ég sé móðir barnsins hans og hann gefist ekki upp fyrr en hann bjargi barninu frá því að mótast af mér svona sjúkri eins og hann segir það.
Og ég er bara með gæsahúð og full skelfingu yfir hvað hann geri næst.

Hætti að láta hann fá barnið á pabbahelgum og þá fékk hann sér félagsráðgjafa sem er búinn að boða komu sína á fimmtudag og ég bara er í kasti yfir þessu öllu og hvað minn fyrrverandi er ómerkilegur og vondur við mig.

Hvernig er best að snúa þessari stöðu við mér í hag?

Ég er bara dofin og ráðþrota.

Ég ætti kannski að éta 2 mánaðarskammta að parasetamoli og bara drepa mig?

Þá er þetta strögl búið.

En þá hefur hann unnið og barnið elst upp við að ég var aumingji sem var ekki viðbjargandi.

Æ nú endilega svari mér einhver þarna úti?

Plís