Jæja stelpur, nú held ég að ég sé að verða endalega geðbiluð á þessari meðgöngu :)
Í fyrsta lagi þá sef ég bara nánast ekkert, en þegar ég næ að sofna þá dreymir mig svo skelfilega drauma (martraðir) að það er ekkert eðlilegt, mig að sjálfsögðu dreymir nánast alltaf barnið og fæðinguna og í þessum draumum mínum þá klikkar allt sem klikkað getur, annað hvort í fæðingunni sjálfri eða það er eitthvað að barninu og ég vakna upp hálf grátandi og eða skelfingu lostin.
Ég er ekkert mjög trúuð á þýðingu svona drauma, en þegar ég get varla sofnað án þess að dreyma svona illa þá er ég hreinlega farin að efast um hvort þetta geti ekki þýtt eitthvað :/ að þetta sé einhverskonar fyrirboði.
Veslings maðurinn minn er búin að fá lýsingar á þessum draumum mínum (mín mistök) og þar sem þetta er fyrsta barnið hans er ég búin að hræða úr honum líftóruna og það er ekki alveg það sem ég þurfti á að halda núna.
Úff æi, ég veit þið segið að þetta sé bara stress og ég er alltaf að reyna að segja sjálfri mér það, en það er samt einhver púki í undirmeðvitundinni sem er að hræða mig.
Hvað segið þið um þetta ??
Já meðan ég man, ætli það séu til einhver svefnlyf sem er talið að séu ekki hættuleg fyrir barnið sem ég gæti kannski reynt að fá ??
Kv. EstHe
Kv. EstHer