Það er líka komin ný barnavöruverslun í eigu Baugs.

BabySam er dönsk barnavörukeðja, sem starfrækir 29 verslanir í Danmörku en verslunin á Íslandi er sú fyrsta utan Danmerkur. BabySam er stórverslun með föt og barnavörur fyrir börn frá fæðingu til þriggja ára aldurs. Persónuleg þjónusta og breitt vöruúrval er aðalsmerki BabySam og sérstök áhersla verður lögð á sérhæfða ráðgjöf við viðskiptavini.

Keypt eða leigt
Vöruúrval í BabySam spannar allt frá bleium til barnavagna. Auk þess að selja vörur undir eigin vörumerki mun BabySam selja mörg önnur þekkt vörumerki. Í fatnaði verða boðnar vörur úr þekktum dönskum barnafatalínum, t.d. Okker Gokker, Ticket to Heaven og Kristine Rohde. Barnavagnar og kerrur verða af öllum gerðum; BabySam, Brio, Simo, Chicco að ógleymdu hinu þekkta þýska merki Teutonia. „Loks verðum við með hina gömlu og góðu barnavagna frá Odder og Scandia, sem eru kunnir fyrir að vera sterkir og rúmgóðir, ofurlítið gamaldags og með vinalegt útlit,” segir Soffía Waag Árnadóttir, framkvæmdastjóri.

BabySam mun bjóða viðskiptavinum þá nýjung að leigja tímabundið barnavörur, t.d. vöggur, bílstóla, öryggisnet til þess að festa burðarrúm í bíl, leikgrindur eða ferðarúm. „Þannig geta t.d. nýbakaðir foreldrar leigt vöggu í tiltekinn tíma eða afar og ömmur leigt bílstól eða ferðarúm yfir helgi. Loks munum við leigja rafmagnsbrjóstapumpur, sem erfitt hefur verið að fá leigt og dýrt að kaupa,” segir Soffía.

Mjög sniðug þessi leiga hjá þeim, ég veit ekki um aðra verslun á Íslandi sem gerir þetta, tala nú ekki um rafmagnsbrjóstapumpurnar sem mér skilst að sé mjög erfitt að fá lánaðar.
Kv. EstHe
Kv. EstHer