Hæ allir,
Eg hef ekki skrifað hérna en les oft,
Ég bý í Svíþjóð með manninum mínum og næstum 3ja ára dóttur og það er frábært, en nú erum við að hugsa um að flytja aftur heim og þá fer hún væntanlega á íslenskan leikskóla og þar er málið…hvernig eru íslenskir leikskólar, ég hef heyrt að maður taki bara 5 daga í að venja barnið inn en hér er þetta ca 3 vikur, hérna fara þau rosalega mikið í allskonar leiðangra og fá að mála allavega einusinni í viku, þau gera leikfimi ca einu sinni í viku og svona ýmislegt, er þetta svipað heima eða hvað?
Kannski líka væri gott að vita ca hve mörg börn eru á hverja fóstru og hvað þetta kostar?
Fyrirfram takk!

idda