úff… mér er farið að líða eins og þessi meðganga muni aldrei taka enda ;/ einkennilegt hvað síðustu vikurnar eru LENGI að líða… ég er eins og lítið barn að bíða eftir jólunum, komin í sparifötin, pakkarnir bíða undir trénu en klukkan vill bara ekki verða 6 :) hver dagur tekur mig að vísu nær takmarkinu, en argh einn dagur er bara eins og eilífð.
Ég er svo skelfilega tilbúin að það er eiginlega hrikalegt, vaggan uppsett, barnafötin straujuð og komin oní skúffu og búin að kaupa flest það sem dettur í hug að ég geti þarfnast…. og þá er ekkert að gera annað en bara bíða eftir að krílinu þóknist að koma í heiminn.
Er þetta eðlilegt eða er ég bara svona skelfilega óþolinmóð ? :)
Kv. EstHer
p.s bara 28.eilífðar dagar eftir….. sona ca ;)
Kv. EstHer