Ég var lagður í einelti í 5. og 6. bekk.
Mér leið hræðilega. Það voru allavega helmingurinn af strákunum í bekknum að leggja mig í einelti, andlega og líkamlegt. og miera að segja krakkar sem voru yngri en ég gerðu þetta líka ( ég var ekki orðinn mjög sterkur þá, bíttar engu samt) og það var hræðilegt. mér leið illa í skólanum en ég gerði þá skissu að segja ekki nógu oft frá því sem var gert við mig, en það er annað mál, svo endaði þetta á því að ég fór ekki í skólann í þrjá daga eða svo, kennarinn minn og námsráðgjafinn í skólanum vissu af þessu einelti og reyndu eitthvað að stoppa það en þegar ég neitaði að koma í skólann sögðu þau eitt STOP!!! og krakkarnir sem lögðu mig í einelti voru tekin á teppið og skipað að koma heim til mín að biðjasat fyrirgefningar. þau gerðu það að vísu,og svo hættu þau. ég leið ekkert einelti í 7. bekk, nema kannski ein eða tvö slagsmál sem er eðlilegt, en á ekki að gerast. ég er núna í 8. bekk, ég verð ekki fyrir einelti lengur og því er Námsráðgjafanum mínum og gamla kennaranum mínum að þakka, og mér sjálfum að vissu leiti,, en mér finnst þetta hafa haft gígurleg áhrif á mig andlega eins og ég er í dag. ég er mjög lítil félagsvera og er ekki mikið fyrir að láta sýna mig mikið, ég er feiminn, ekki mikið en samt,, svo þetta hefur skaðað mig mjög mikið, og já, eftir þetta tímabil þá hef ég fitnað svolítið sem gæti verið þessu að kenna. En þessu fæst víst ekki bjargað einn tveit og tíu. En ég er að byrja á hálfgerðu námskeiði sem hjálpar mér mögulega við þetta, en það er ekki víst, þeir sem lenda í einelti lifa með því alla ævi að einhverju leiti, en einelti er hræðilegt!


Þið sem stundið einelti!!!:

* Hættið því strax, þótt ykkur finnst þetta kannski gaman þá er það ekki gaman.

þið sem verðið fyrir einelti:

• gerið eitthvað í málunum! segið kennara eða vinum, námsráðgjafa og eða foreldrum frá þessu. ekki þegja og láta það viðgangast að láta gera svona við ykkur!
• __________________________________________________________________

Foreldrar:

• Fræðið barnið ykkar strax um einelti, fínn tími til að kenna börnum að einelti er vonnt er bara strax við fæðingu, þótt börn farai ekki að skilja þetta fyrr en nokkrum árum síðar. Sérstaklega ætti að veita þeim kennslu um einelti rétt áður en þau byrja í skóla. Og ef barnið ykkar segist verða undir stríðni þá ekki gera þau mistök sem sumir foreldrar gera, að hlusta ekki. Takið málinu alvarlega og hlustið á börnin ykkar.

kennarar, námsráðfjafar og aðrar fullorðnar persónur:

• Þegar nemandi eða barn segist verða undir stríðni þá skulið þig undir eins gera eitthvað í málinu. Gott væri að hafa seinstaka þemadaga og jafnvel fyrirlestra um einelti í skólum og öðrum stöðum til að sýna hvað einelti er hræðilegt.

Allir:

• einelti er hræðilegur hlutur sem á ekki að viðgangast. Að verða fyrir einelti er eftirfarandi!:
• Þegar margir koma saman og strýða einum eða fáum einstaklingum!
• Þegar margir koma saman og strýða oft einum eða fáum einstaklingum!


Þetta er einelti, en einelti er ekki bara svona, einelti er líka:

• þegar ein persóna strýðir og eða meiði eina persónu oft!


Tökum okkur oll á og stöðvum einelti!!!