Jæja, þá er að koma að því, ég er að fara aftur að vinna eftir að hafa verið heima í næstum því heilt ár. Og ég verð að viðurkenna að ég er ekkert lítið kvíðin :(
Ég er mest hrædd um að missa af einhverju, td þegar að pjakkurinn minn stendur upp í fyrsta skipti, eða þegar að hann tekur fyrstu skrefin sín. Það er einminn núna sem ég vildi óska þess að ein fyrirvinna myndi nægja til þess að halda þessi típísku vísitölu fjölskyldu uppi.
En á hinn bóginn hlakkar mig til að komast út að tala við annað fólk og gera eitthvað annað en að skúra :)

Er ekki eðlilegt að vera svona beggja blands um þetta mál? Og getið þið sagt mér hvernig þetta var hjá ykkur þegar að þið fóruð aftur að vinna eftir fæðingarorlofið :)

Takk takk, Zallý<br><br>——————————
“Work like you don't need the money, love like you've never been hurt and dance like no one else is watching”
———————————————–