Mig vantar hjálp!
Þannig er að ég er að vinna í leikskólaeldhúsi og tvö börn á leikskólanum eru með ofnæmi fyrir eggjum. Í dag var svo bananakaka með kaffinu og innihélt hún egg. Börnin tvö gátu því ekki fengið köku og þar sem ekkert kremkex var til í dag (búrið er frekar tómt svona á sumrin) var ekkert til handa þeim í staðinn nema tekex. Mér fannst þetta alveg hræðilegt og vil núna fara að leggja í það að baka eitthvað eggjalaust til að eiga handa þessum börnum þegar “eggjakökur” eru á boðstólum fyrir hin (eins og t.d. þegar hin börnin koma með afmæliskökur ofl.)

En nú er ég í vandræðum og finn hvergi uppskriftir af súkkulaði kökum eða muffins sem eru eggjalausar.

Svo nú bið ég ykkur kæru Hugarar ef þið lumið á einhverjum uppskriftum sem innihalda engin egg, hnetur né kókos, að hjálpa mér og senda mér þær, annaðhvort í póstinn minn (tzipporah@hugi.is) eða bara svara beint hér til að aðrir geti notið góðs af.

Með fyrirfram þökk og von um hjálp
Tzip.