Ég kann pottþétta leið til að svæfa börn. Eða hún virkaði alla vega vel á frænku mína fyrir ekki svo mörgum árum (hún er sko rétt tæplega 3ja ára núna). Annars hef ég nú eiginlega ekki minnstu hugmynd um það lengur hvað hún var gömul. OK alla vega ekki gömul. En galdurinn er sko sá að pabbinn segir henni sögu af því þegar hann fór að versla. Hann segir: "Veistu það (nafn á barni) minn/mín, að í dag fór pabbi að versla. Hann keypti bröööjð, og hann keypti mjooooólk, og hann keypti oooooost, og hann keypti smjööööör, og hann keypti… og þá er barnið sofnað! Tékkiði áðí hvort etta virkar á börnin ykkar…








dcp01094