Ég held það kannist margir við það þegar lítil börn eru í fatabúð og bara verða að kíkja inní mátunarklefann á einhvern sem er inni að máta.

Það kom fyrir mig í sumar þegar ég var í Smáralind að máta bikini að allt í einu galopnast mátunarklefinn sem ég er í og ég sé litla stelpu sem stendur þarna og horfir á mig og engin mamma er sjáanleg.

Ég get samt ekki farið að reiðast út í barnið því að það er bara forvitinn lítill óviti :) (Og ég man líka óljóst eftir því að hafa gert það sama þegar ég var lítil í búð með mömmu)
En ég vil biðja foreldra um að passa uppá krakkana ykkar þegar þið eruð í búð þar sem fólk er að máta, og svo vildi ég líka deila þessari sögu með ykkur. :) Það er frekar leiðinlegt að vera í klefanum þegar hann allt í einu opnast og fólkið sem stendur fyrir utan sér mann hálfnakinn.
Allt sagt með hálfri virðingu.