Jæja, hvað er málið?
Ég skil það að þið elskið börnin ykkar.
En þegar manneskja hefur eignast börn þá er lífið hennar búið.
Þið eruð búin að skuldbinda ykkur svo hrikalega að þið vitið ekki lengur hvað það er að lifa lífinu.
Fólk segir að þetta kallist að þroskast og er eðlilegur hlutur.
En já mér finnst sorglegt að sjá follorðnar konur öskra á börnin sín í matvöruverslunum og vera pirraðar 24 tíma sólarhringsins til þess eins að sjá krakkan vaxa upp og öskra á mann og skell hurðum. Er þetta virkilega það sem þið vilduð útúr lífinu?
Eruð þið búin að gera allt sem þið vilduð gera með líf ykkar, eitthvað af því?
En fínt að þið breytist í ykkar foreldra (þrátt fyrir að lofa sjálfum ykkur að verða aldrei eins).
Seinna deyjið þið og þá hugsið þið til þess hversu æðislegt líf þið hafið lifað. Eða hvað?
(þetta átti ekki að vera sona langur korkur, en ég hélt bara áfram að skrifa :)