Foreldrar:
Ég er hundaeigandi í Hafnarfirði og mikið hefur borið á hræðslu foreldra við hunda. Þó mömmu líki illa við hunda, þýðir það ekki að hræða eigi börn með hundum.
Ég hef ósjaldan lent í því að barn labbi fram hjá mér með foreldri sínu og ætlar að snerta hundinn og foreldrið segi “passaðu þig, hann bítur” svo er gengið áfram.
Hvers lags uppeldi!?

Auðvitað eru til hundar sem eru varasamir. Þar sem við erum svo mörg sem eigum hunda þá ber að kenna börnum að nálgast og umgangast hund.
Aldrei skal skilja barn eftir eftirlitslaust með hundi.
Aldrei leyfa barni að lemja, hárreita eða toga í hund því hundur hefur enga leið til að ýta frá sér nema með glefsi og þolinmæði þeirra er misjöfn rétt eins og okkar.

Barn ætti að vita að þegar klappa á ókunnugum hundi skal leyfa hundinum að þefa af höndinni og svo klappa honum framan á hálsinum. Það er vinamerki (þetta var sýnt í Stundinn Okkar fyrir stuttu og var ég mjög ánægð með það).

Rétt eins og það eru til lélegir forledrar þá eru til lélegir hundaeigendur sem skemma fyrir okkur hinum sem stöndum okkur vel, sem þrífum upp skít, eigum bólusetta og hreinsaða hunda og pössum að hafa þá í bandi séu þeir ekki nógu hlýðnir.

Hudurinn minn umgengst börn nokkuð mikið og er svo spenntur fyrir því að hitta börn og leika að hann getur varla stillt sig þegar hann heyrir í barni. Ég held að hann eigi eldrei eftir að skaða barn nema þá kannski óvart, enda tek ég aldrei af honum augun þegar hann er með ungum börnum.

Börn hafa í flestum tilfellum gaman að hundum, nema búið sé að hræða úr þeim alla líftóru með því hversu hættulegir hundar eru. Það er líka hollt fyrir börn að umgangast dýr svo þau byggi upp ónæmiskerfið og fá þá síður ofnæmi í framtíðinni.
Þú veist aldrei hvort barnið þitt hafi áhuga á því að verða bóndi, hundaþjálfari, dýralæknir, í hestum.. Því er óþarfi að Skemma þessa möguleika.

Ég var fyrir utan sjoppu um daginn. Þar var lítill peyji sem lítið gat sagt, en gaf sepnntur til kynna að hann vildi snerta hundinn.
Ég sagði hundinum að setjast, hélt í ólina og bauð drengum að klappa.
Hann gekk að hundinum og lamdi hann í trýnið og setti svo hendurnar aftir fyrir bak (eðlileg viðbrögð barns sem ekki hefur hitt hund).
Hvutti minn er ýmsu vanur og kippti sér ekki upp við þetta en ég sagði samt stranglega við barnið að þetta mætti ekki og tók hönd hans og sýndi honum hvernig á að vera “aaa” við hundinn. Drengurinn var að springa úr brosi og skríkti, það var greinilega spennó að vera “aaa” við hund.
Móðir stráksins kom út, reif í drenginn með þeim látum að hann fór að gráta og strunsaði út að bíl, skellti stráknum á púða og ók á brott.
Skemmtileg mamma, ha?

Þetta á ekki einungis við um hunda heldur öll dýr. En þar sem hundar verða oftar en ekki meiri fjölskylduvinir en önnur heimilisdýr, koma með okkur í bæinn og annað þá eru meiri líkur á að börn hitti oftar hund en kött.
Okkur þykir vænt um börnin okkar og viljum þeim það besta, þá vona ég að þetta geti nýst sem gleðigjafi og forvörn. En allstaðar verða slys og þá gildir að vera ekki allt of móðursjúkur.
ZZZzzzz