ég fór um daginn að spá afhverju sumir unglingar verða svokallaðir “vandræðaunglingar”.
ég þekki unglinga sem voru “fyrirmyndarbörn” áður fyrr en allt í einu breyttust þau bara og byrjuðu að drekka, reykja og sumir jafnvel í eiturlyfin. sem er mjög sorglegt. svo fór ég að velta þessu fyrir mér. gæti verið að foreldrarnir eða nákomnir sem börnin líta mikið upp til eða kannski fréttirnar hafi vissa ímynd á unglingunum og börnin þeirra vilji standast þær ímyndir. Þessar ímyndir gætu þá verið eins og: allir unglingar drekka, reykja og eru algjörir vitleysingar sem á að líta niður á og helst ekki að tala við.
eða eiga börnin kannski systkini sem voru frábær í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur og fengu mikið lof fyrir? En svo ætla yngri systkinin að reyna að vera eins en mistekst þvert ofan í annað og að lokum gefast þau bara upp og reyna aðrar aðferðir til að fá athygli. meðal annars að fara í eitthvað rugl. ég hef verið rosalega mikið að pæla í þessu. og mér finnast ofangreindarskýringar einna líklegastar. Hvað finnst ykkur?

kv. o98