Ég ákvað að setja þennan skrýtna draum ekki á dulspeki því hann snýst um óléttu og ég er að reyna að verða ólétt. Hann var þannig að vinur minn, sem er samkynhneigður fann með sinni hönd að ég væri ólétt og ég spurði: Ertu viss? Hann notaði eitthvað ómskoðunartæki á mig til að sjá það og hann virkaði rosalega sannfærandi í tóni eins og hann væri sérfræðingur um barneignir. Furðulegt!