já. Ég varð nú bara hneiksluð hérna í dag þegar að ég var að tala við 7 ára stúlku í síma. Ég ætlaði að fá að tala við systur hennar því að það var smá vandamál milli systur minnar og stúlkunnar og ætlaði bara að vita hvað væri að ske. En já…ekki meira um það. En ég var bara í sakleysi mínu að spurja um stúlkuna sem er 11 ára og ég var að tala við stúlkuna sem er 7 ára. Heyri ég þá í eldri systurinni fyrir aftan segja stelpunni eitthvað. Svo segir 7 ára stelpan við mig: „Þegiðu!“ og svo skellir hún á mig.
Ég bara átti ekki til orð.
En ég hef bara tekið eftir því uppeldi nú til dags er afskaplega slæmt. Þá hugsa ég að ekki nógur tími sé fyrir börnin og líka að fólk er að eignast börn allt of ung. En hvað veit ég?! Mig langaði bara að vita hvort að aðrir hefðu tekið eftir þessu? :)
Ætli þetta sé nokkuð góðg rein/korkur en mér er sama…langar bara að fræðast aðeins um uppeldi :P